Skattbyrði þeirra tekjulægstu meiri en áður

Opinber stefna hefur oft áhrif til hins verra á hag þeirra tekjulægstu í samfélaginu. Skattbyrði þeirra hefur vaxið úr því að vera engin árið 1995 í tæp 14 prósent á síðasta ári samkvæmt rannsókn Hörpu Njálsdóttur félagsfræðings. Hún nefnir einnig að mjög fáir fái óskertar barnabætur sem eiga að vera stuðningur við börn og barnafólk, ekki síst hina verr settu.

Harpa hélt fyrirlestur hjá Mæðrastyrksnefnd á dögunum þar sem hún tók dæmi af 25 ára gömlum ófaglærðum starfsmanni á lægstu launum. Fyrir tólf árum fékk slíkur einstaklingur laun sín óskipt í vasann, en í fyrra þurfti hann að sjá á bak tæplega 14 prósentum launa sinna til hins opinbera. „Skattprósentan hefur heldur lækkað frá árinu 1995, en persónuafslátturinn hefur alveg staðið í stað. Hann fylgir ekki þróun launavísitölu eða öðru í þjóðfélaginu og það er það sem veldur því að þótt skattprósentan sé lækkuð dugir það ekki til.“ Harpa bendir á að umtalsverð launahækkun hafi komið til 2001, en hún hafi að stærstum hluta farið í skatt. „Þetta er fólk sem hefur verið í harðri baráttu við að láta enda ná saman, fólk sem hefur búið við verulega fátækt á þessum árum.

Þau skref sem hafa verið stigin til þess að bæta kjör hafa ekki skilað sér nema að hluta vegna þess að skattheimtan hefur verið svo mikil. Ríkið réttir með annarri hendinni og tekur með hinni, það er bara staðreynd,“ segir Harpa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert