Skilorðsbundið fangelsi fyrir búðarhnupl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á sjötugsaldri í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir búðarhnupl. Konan játaði að hafa stolið tveimur bolum og pilsi í Markaðstorgi Kringlunnar samtals að verðmæti 1970 krónur nú í september.

Konan hefur þrívegis áður verið sak­felld fyrir búðarhnupl og hlaut sekt í þau skipti. Refsingin nú var ákveðin með hliðsjón af sakaferlinum, aldri konunnar, greiðri játningu og loks því að um smáræði var að tefla, sem komst óskemmt til skila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert