Vegurinn undir Hafnarfjalli lokaður

Að beiðni lögreglu hefur veginum undir Hafnarfjalli verið lokað vegna ofsaveðurs en vindhviður hafa mælst þar yfir 60 metra á sekúndu. Bíða flutningabifreiðar á suðurleið í Borgarnesi eftir að veðrið lægi. Auk þess er varað við stórhríð á Hellisheiði og Fróðárheiði.

Einnig hefur verið varað við óveðri á Reykjanesbraut og Kjalarnesi og á norðanverðu Snæfellsnesi vestan Grundarfjarðar. Vegfarendur eru beðnir að huga að veðri.

Veðurstofan varar við stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt og talsverðri rigningu í nótt og til morguns á sunnanverðu landinu. Færð Það er krapi á vegi bæði á Hellisheiði og í Þregngslum en hálkublettir víða á Suðurlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert