Vel heppnaðri æfingu lokið

Æfingin þótti heppnast vel.
Æfingin þótti heppnast vel. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Æfing­unni Samá­byrgð 2007 þar sem lög­reglu­stjór­ar og sótt­varna­lækn­ar  þurftu að bregðast við ímynduðum in­flú­ensu­far­aldri. Æfing­unni sem var stjórnað af rík­is­lög­reglu­stjóra og sótt­varn­ar­lækni lauk nú klukk­an 17:00 og þykir hafa tek­ist vel.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að sett­ur hafi verið á svið hugs­an­leg­ur fer­ill heims­far­ald­urs in­flú­ensu og voru fréttainn­skot Rík­is­út­varps­ins spiluð á klukku­tíma fresti þar sem stig­magn­andi áhrif­um in­flú­ens­unn­ar var lýst.

Í sam­ræmi við al­var­leika ástands hverju sinni leystu þátt­tak­end­ur úr verk­efn­um á óvissu­stigi, hættu­stigi og neyðarstigi al­manna­varna eins og um raun­veru­leg­an at­b­urð væri að ræða.   

Verk­efni sem lög­reglu­stjór­ar og sótt­varna­lækn­ar um­dæma og svæða þurftu að leysa af hendi voru margs kon­ar. Skipu­lagðar voru tak­mark­an­ir á ferðaf­relsi fólks til lands­ins og inn­an­lands til að hefta út­breiðslu flens­unn­ar.

Einnig var æft að fram­fylgja sam­komu­banni og skipu­leggja flutn­ing og dreif­ing­arstaði nauðsynja og lyfja. Þá skipu­lögðu aðgerðar­stjórn­ir heima­hjúkr­un og skimun farþega á landa­mæra­stöðvum til að leita að ein­kenn­um in­flú­ensu.

Æfing­in þykir hafa tek­ist vel og marg­vís­leg­ur lær­dóm­ur áunn­ist sem sótt­varn­ar­lækn­ir og rík­is­lög­reglu­stjóri munu nýta við frek­ari skipu­lags­vinnu vegna und­ir­bún­ings viðbragða við heims­far­aldri in­flú­ensu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka