Femínistafélagið kærir Vísa-klám

Örygg­is­ráð Femín­ista­fé­lags Íslands kærði for­stjóra og stjórn Valitor - Visa Ísland, fyr­ir að stuðla að og taka þátt í dreif­ingu kláms. Katrín Odds­dótt­ir og Krist­ín Tóm­as­dótt­ir kærðu fyr­ir hönd femín­ista. „Við byggj­um bæði á 210. grein og ann­arri sem seg­ir að sá sem er þátt­tak­andi í glæp sé jafn sek­ur og sá sem frem­ur glæp­inn," seg­ir Katrín.

Valitor sér um svo­kallaða færslu­hirðingu fyr­ir marga er­lenda klám­vefi, en í því felst að þegar fólk kaup­ir klám með Visa-korti sér Valitor um inn­heimt­una. Hösk­uldi H. Ólafs­syni, for­stjóra Valitor, var ekki kunn­ugt um kær­una þegar 24 stund­ir höfðu sam­band við hann en sagði fyr­ir­tækið ekki standa í ólög­legri starf­semi eða starf­semi sem stríddi gegn stefnu Visa er­lend­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka