Innréttingarnar ekki friðaðar

Lögreglan stöðvaði framkvæmdir í gær.
Lögreglan stöðvaði framkvæmdir í gær. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Innréttingarnar í gamla ríkinu í Imslandshúsinu á Seyðisfirði eru ekki friðaðar samkvæmt bréfi húsafriðunarnefndar ríkisins frá 2004. Hvorki húsið né innréttingarnar hafa verið friðuð og því hafði ÁTVR heimild til að taka innréttingarnar niður.

 Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR sagði í kvöldfréttum RÚV að fyrirtækisins hafi haft heimild til að flytja innréttingarnar.

„2004 sendum við fyrirspurn til húsafriðunarnefndar og samkvæmt bréfi bréfi frá þeim þá er húsið ekki friðað og innréttingarnar ekki friðaðar og að við hefðum heimild til að flytja þær," sagði Sigrún Ósk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert