Innréttingarnar ekki friðaðar

Lögreglan stöðvaði framkvæmdir í gær.
Lögreglan stöðvaði framkvæmdir í gær. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Inn­rétt­ing­arn­ar í gamla rík­inu í Ims­lands­hús­inu á Seyðis­firði eru ekki friðaðar sam­kvæmt bréfi húsafriðun­ar­nefnd­ar rík­is­ins frá 2004. Hvorki húsið né inn­rétt­ing­arn­ar hafa verið friðuð og því hafði ÁTVR heim­ild til að taka inn­rétt­ing­arn­ar niður.

 Sigrún Ósk Sig­urðardótt­ir aðstoðarfor­stjóri ÁTVR sagði í kvöld­frétt­um RÚV að fyr­ir­tæk­is­ins hafi haft heim­ild til að flytja inn­rétt­ing­arn­ar.

„2004 send­um við fyr­ir­spurn til húsafriðun­ar­nefnd­ar og sam­kvæmt bréfi bréfi frá þeim þá er húsið ekki friðað og inn­rétt­ing­arn­ar ekki friðaðar og að við hefðum heim­ild til að flytja þær," sagði Sigrún Ósk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka