Stofnun Mænuskaðastofnunar var tilkynnt á blaðamannafundi í dag en tilgangur hennar er að stuðla að því, með öllum tiltækum ráðum, að lækning á mænuskaða verði að veruleika.
Mænuskaðastofnun Íslands er stofnuð að tilstuðlan Auðar Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðings og dóttur hennar, Hrafnhildar Thoroddsen. Aðrir stofnendur eru Heilbrigðisráðuneytið, Seltjarnarnesbær, Exista og FL Group. Heilbrigðisráðuneytið styrkir rekstur Mænuskaðastofnunarinnar til að byrja með.
Í tilkynningu frá stofnuninni segir að helstu markmið og tilgangur Mænuskaðastofnunarinnar er að afla fjár til að styðja brautryðjendur í leit sinni að lækningu á mænuskaða og að kosta tilraunaaðgerðir á mænusköðuðu fólki.