Samfélagslegur kostnaður nagladekkja

Kostnaður samfélagsins við nagladekkjanotkun verður rannsakaður. Svifryk er einn þáttur …
Kostnaður samfélagsins við nagladekkjanotkun verður rannsakaður. Svifryk er einn þáttur sem kannaður verður. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Meirihluti Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar samþykkti á nýafstöðnum fundi að gerð verði rannsókn á heildarkostnaði samfélagsins af notkun nagladekkja í Reykjavík.

Í greinargerð fundarins segir:

Kostnaður samfélagsins af notkun nagladekkja í borginni er umtalsverður. Augljósastur er kostnaðurinn við að bæta slit á götum borgarinnar. Annar kostnaður t.d. vegna óþrifa af tjöruaustri og heilsuspillandi áhrifa svifryks af völdum nagladekkja hefur hins vegar ekki verið rannsakaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert