Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar ökumenn við mikilli hálku á götum höfuðborgarsvæðisins. Bent er á að hálkan sé bæði lúmsk og leyni á sér.
Þó stofnæðar hafi verið saltaðar þá eru flestar minni
umferðaræðar ósaltaðar. Margir ökumenn treysta því á að saltað hafi verið allstaðar
en þegar ekið er af saltaðari götu inn á ósaltaða götu þá er voðinn vís, segir lögregla.