Vilja móta stefnu um raflínur í jörð

Þingmenn vilja að mótuð verði stefna um að leggja raflínur …
Þingmenn vilja að mótuð verði stefna um að leggja raflínur í jörð.

Þingmenn, sem sitja í iðnaðarnefnd Alþingis, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skipuð verði nefnd til að móta stefnu um hvernig leggja megi á næstu árum og áratugum raflínur í jörð sem nú eru ofan jarðar.

Í greinargerð með tillögunni segir, að á undanförnum árum hafi orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar. Umtalsverður hluti þeirra áhrifa sé sjónmengun af völdum háspennulína og hafi sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína.

Jarðstrengir hafa m.a. þann kost umfram háspennulínur að vera óháðir veðurþáttum, svo sem ísingu, saltmengun og vindi. Slíkir þættir séu algengustu orsakir rafmagnsleysis og rafmagnstruflana. Því sé lagning jarðstrengja mikilvægt hagsmunamál dreifbýlisins. Þó verði að hafa í huga að viðgerðir jarðstrengja séu bæði dýrari og tímafrekari en á loftlínum.

Þingsályktunartillagan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert