Yfirdráttarlán aldrei hærri

Yfirdráttarskuldir heimilanna hafa aldrei verið hærri en það sem af er þessu ári, eða rúmlega 70 milljarðar króna samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Þær voru um 65 milljarðar króna að meðaltali í fyrra og hafa því hækkað um fimm milljarða milli ára. Um 307 þúsund manns búa á Ísland í dag og um 75 prósent þeirra eru átján ára og eldri. Miðað við þær tölur eru meðalyfirdráttarskuldir hvers fjárráða íbúa um 305 þúsund krónur.

Yfirdráttarskuldirnar ná yfir kredit- og veltukortaskuldir heimilanna auk hinna hefðbundnu yfirdráttarlána bankanna, en þau bjóðast í dag með 23,45 til 24,45 prósenta vöxtum. Framundan er mesta verslunartímabil ársins, jólaverslunin. Í fréttapósti sem Samtök verslunar og þjónustu sendu frá sér í gær kemur fram að áætlað sé að jólaverslunin á Íslandimuni aukast um 9,4 prósent frá því í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert