29 árekstrar síðdegis

mbl.is/Júlíus

Harður árekstur varð á Reynisvatnsvegi rétt fyrir klukkan sjö í kvöld, og var tvennt flutt á slysadeild, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls hefur verið tilkynnt um 29 árekstra í borginni frá klukkan 15 í dag, alla minniháttar.

Að sögn lögreglunnar má rekja óhöppin til hálku er myndaðist er fór að snjóa á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, og eins hafi margir verið á vanbúnum bílum. Hafi þetta valdið miklum töfum á umferð, einkum á Kringlumýrarbraut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert