64 metrar á sekúndu á Skálafelli

Í óveðrinu, sem gekk yfir vestanvert landið í gær og nótt mældist 3 sekúndna vindhviða á Skálafelli ofan við Reykjavík 64 metrar á sekúndu. Næstmesta hviðan var 60,2 metrar á sekúndu en hún mældist á sjálfvirkri veðurathugunarstöð Vegagerðarinnar, Hafnarfjalli, undir Hafnarfjalli í Borgarfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert