Dregið í jólagetraun lögreglunnar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, árituðu í …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, árituðu í dag bækurnar sem vinningshafarnir hljóta. mbl.is/Júlíus

Dregið var í jólagetraun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Umferðarstofu í morgun. Getraunin er lögð fyrir alla krakka í 1. til 5. bekk og er spurt átta spurninga um umferðarmál.

Í verðlaun er bókin Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Í henni segir frá ævintýrum villibarna á samnefndum hnetti lengst úti í geimnum.

Dregið var úr innsendum lausnum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en hið sama var einnig gert á svæðisstöðvum í umdæminu. Tæplega 600 krakkar fá verðlaun en bækurnar verða keyrðar til vinningshafa á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert