Fékk falsaðan seðil í bankanum

Hjón á áttræðisaldri voru kyrrsett í Bónusverslun í Árbænum í gær vegna þess að fimmþúsundkall sem þau borguðu með var falsaður. Seðilinn hafði maðurinn fengið í Landsbankanum í Árbæ um morguninn. Lögregla kom á staðinn, yfirheyrði hjónin og tók seðilinn í sína vörslu.

„Ég hafði tekið út 25 þúsund krónur um morguninn," segir Birgir Albertsson, fyrrverandi kennari. „Þegar við komum að kassanum í Bónus rétti ég konunni minni seðilinn, en ætlaði sjálfur að raða í poka. Afgreiðslustúlkan sem er pólsk vildi ekki taka við seðlinum. Konunni minni fannst óþægilegt að vera grunuð um græsku. Við biðum eftir lögreglunni á kaffistofunni í Bónus í klukkutíma.

Tveir ungir fallegir lögregluþjónar komu og tóku seðillinn sem við skoðun reyndist öðruvísi mýkri og vatnsmerkið vantaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert