Heildsala braut áfengislög

Framkvæmdastjóri heildsölu var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 200.000 kr. í sekt fyrir að hafa birt áfengisauglýsingu í dagblaði á síðasta ári.

Fram kemur að framkvæmdastjóri Globus hf. hafi gerst sekur um áfengislagabrot þegar hann lét birta áfengisauglýsingu í Fréttablaðinu í ágúst í fyrra með fyrirsögninni „Vínuppboð”. Með auglýsingunni var mynd áfengisflöskum og athygli vakin á því að fjöldi vína yrðu boðin upp.

Framkvæmdastjórinn neitaði hinsvegar sök og krafðist sýknu. Hann kvaðst ekki hafa komið nálægt þessari birtingu heldur hafi það verið starfsmaður fyrirtækisins sem það gerði.

Héraðsdómur komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu framkvæmdastjórinn væri ábyrgur fyrir birtingu auglýsingarinnar. Það hafi verið með umboð fyrir áfengið sem var auglýst og flutt það inn. Auk þess hafi auglýsingin verið á vegum fyrirtækisins sem greiddi fyrir birtingu hennar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert