Heildsala braut áfengislög

Fram­kvæmda­stjóri heild­sölu var í dag dæmd­ur í Héraðsdómi Reykja­vík­ur til að greiða 200.000 kr. í sekt fyr­ir að hafa birt áfengisaug­lýs­ingu í dag­blaði á síðasta ári.

Fram kem­ur að fram­kvæmda­stjóri Globus hf. hafi gerst sek­ur um áfeng­islaga­brot þegar hann lét birta áfengisaug­lýs­ingu í Frétta­blaðinu í ág­úst í fyrra með fyr­ir­sögn­inni „Vínupp­boð”. Með aug­lýs­ing­unni var mynd áfeng­is­flösk­um og at­hygli vak­in á því að fjöldi vína yrðu boðin upp.

Fram­kvæmda­stjór­inn neitaði hins­veg­ar sök og krafðist sýknu. Hann kvaðst ekki hafa komið ná­lægt þess­ari birt­ingu held­ur hafi það verið starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins sem það gerði.

Héraðsdóm­ur komst hins­veg­ar að þeirri niður­stöðu fram­kvæmda­stjór­inn væri ábyrg­ur fyr­ir birt­ingu aug­lýs­ing­ar­inn­ar. Það hafi verið með umboð fyr­ir áfengið sem var aug­lýst og flutt það inn. Auk þess hafi aug­lýs­ing­in verið á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins sem greiddi fyr­ir birt­ingu henn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert