Hélt að hjólhýsinu hefði verið stolið

Hjólhýsið splundraðist.
Hjólhýsið splundraðist. mbl.is/Hróar Björnson

Eigandi hjólhýsis sem fauk í Grafarholti í Reykjavík í nótt hélt í fyrstu að því hefði verið stolið. „Ég leit út um gluggann og sá að hjólhýsið var horfið, ég hélt að því hefði verið stolið, það sáust engin ummerki um eyðilegginguna," sagði Hróar Björnsson í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Hróar sagði að það hafi ekki verið fyrr en hann leit út um útidyrnar að hann sá hjólhýsið í „frumeindum sínum á ljósastaurnum."

Hróar var í þrjá og hálfan tíma að hreinsa upp brakið. Hann fékk aðstoð hjálparsveitarmanna við að moka því upp á vörubílspall.

Hann sagði að þegar hann hafi farið að sækja undirvagninn inn á nærliggjandi skólalóð hafi krökkunum verið skemmt en ekki honum. 

Lítið var eftir af hjólhýsinu eftir hvassviðrið.
Lítið var eftir af hjólhýsinu eftir hvassviðrið. mbl.is/Hróar Björnson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert