Hörkulegri meðferð formlega mótmælt

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segist efast um að hörkuleg meðferð á Erlu Ósk Arnardóttur, á JFK flugvelli í New York fyrir nokkrum dögum, samræmist ákvæðum mannréttindasáttmála.

Ráðherra mun hitta sendiherra Bandaríkjanna í dag og koma formlegum mótmælum á framfæri vegna málsins. Jafnframt verður afsökunarbeiðni krafist.

Erla Ósk gekk á fund fulltrúa utanríkisráðuneytisins í morgun og skýrði mál sitt. Utanríkisráðherra segir það blasa við að þær hörkulegu móttökur sem Erla Ósk hafi fengið hafi verið mjög niðurlægjandi og séu með öllu ólíðandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka