Eftirlitsstofnun EFTA hefur ákveðið að senda íslenskum yfirvöldum rökstudda áminningu vegna laga um bætiefni í dýrafóðri. Bætiefni í dýrafóðri mega samkvæmt reglugerðum EFTA ekki fara á markað án leyfis að afstaðinni vísindalegri rannsókn.
Rannsókn sem staðfestir að bætiefnin hafi ekki skaðleg áhrif á heilsu dýra og manna eða umhverfið.
Samkvæmt áminningunni höfðu íslensk yfirvöld frest fyrst til 11. mars, 23. september og loks 9. desember 2006 til að fella reglugerðina inn í íslensk lög.
Rökstudd áminning er annað stigið í eftirlitskerfi EFTA. Eftirlitsstofnunin gæti tekið málið upp í fyrir EFTA-dómstólnum ef Ísland fer ekki eftir áminningunni á næstu þremur mánuðum eftir að rökstudd áminning hefur verið gefin út.