Koparþak hafnaði á bifreið

Undir koparplötunum á myndinni leynist bíll.
Undir koparplötunum á myndinni leynist bíll. mbl.is/Júlíus

Nokkuð stór hluti koparþaks sem var yfir miðálmu Austurbæjarskóla fauk af í óveðrinu í nótt og hafnaði á kyrrstæðri bifreið við Vitastíg. Guðmundur Sighvatsson skólastjóri segir mestu mildi að enginn hafi slasast er þakið fauk niður og að menn séu nú uppi á þaki skólans til að kanna skemmdirnar og leita leiða til að loka þeim sárum sem hafi myndast á þaki skólans.

Guðmundur sagðist í samtali við blaðamann mbl.is í morgun hafa verið ræstur út vegna málsins um klukkan hálf sex í nótt. Þá sagiði hann að ekki sæist upp í himininn innan úr skólanum en  töluverðar skemmdir virðist þó vera á þaki yfir geymsluhúsnæði auk þess sem tveir gluggar hafi skemmst. Ekki eru kennslustofur á því svæði sem um er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert