Lystiskútan Lipurtá 2078, sem fauk af kerru á uppsátrunum í Sundahöfn á Ísafirði í veðurofsanum í morgun, er komin í leitirnar. Skútan fannst í Skutulsfirði og er talin vera gjörónýt. Að sögn lögreglu verður reynt að hífa bátsflakð upp úr sjónum fyrir myrkur.