Mál Erlu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum

Carol van Voorst gengur á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, …
Carol van Voorst gengur á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, í dag, Eggert Jóhannesson

Viðtök­ur þær sem Erla Ósk Arn­ar­dótt­ir hlaut hjá banda­rísk­um landa­mæra­vörðum í New York um helg­ina eru til rann­sókn­ar hjá banda­rísk­um yf­ir­völd­um, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá sendi­ráði Banda­ríkj­anna á Íslandi í kvöld.

Carol van Voorst, sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi, full­vissaði í dag Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra um að banda­rísk stjórn­völd líti málið mjög al­var­leg­um aug­um, seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Á fund­in­um lýsti Ingi­björg Sól­rún þeirri skoðun, að banda­rísk stjórn­völd skulduðu Erlu Ósk af­sök­un­ar­beiðni fyr­ir þá meðferð, sem hún sætti á JFK flug­velli sl. sunnu­dag.

Til að draga úr hættu á mis­skiln­ingi varðandi tíma­bundið land­vist­ar­leyfi ferðamanna í Banda­ríkj­un­um án sér­stakr­ar vega­bréfs­árit­un­ar mun sendi­ráðið bæta upp­lýs­ing­um á vef sinn til að út­skýra nán­ar þær regl­ur sem um slíkt land­vist­ar­leyfi gilda. Mæl­ist sendi­ráðið til þess að all­ir ferðamenn sem ætla til Banda­ríkj­anna skoði vef­inn áður en þeir halda af stað.

Heimasíða banda­ríska sendi­ráðsins

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert