Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segist ætla að mótmæla formlega við bandarísk stjórnvöld því harðræði, sem Erla Ósk Arnardóttir var beitt við komuna til New York fyrir nokkrum dögum. Þá mun hún krefjast afsökunarbeiðni.
Ingibjörg Sólrún segist í samtali við sjónvarp mbl efast um, að meðferðin á Erlu Ósk samræmist ákvæðum mannréttindasáttmála.
Erla Ósk gekk á fund fulltrúa utanríkisráðuneytisins í morgun og skýrði mál sitt. Utanríkisráðherra segir það blasa við að þær hörkulegu móttökur sem hún hafi fengið hafi verið mjög niðurlægjandi.
Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:
Talsvert foktjón í óveðri
Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi mælist 4,3%
Ike Turner látinn