Ók á 13 hreindýr

Hreindýr á ferli.
Hreindýr á ferli. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Þrettán hreindýr drápust þegar þau hlupu í veg fyrir pallbifreið á Fljótsdalsheiði um kl. átta í morgun. Að sögn lögreglu sakaði ökumann og farþega ekki. Mikið myrkur var heiðinni og hálka sömuleiðis þegar áreksturinn varð.

Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði brá ökumanni mjög þegar hópurinn hljóp í veg fyrir bifreiðina. Hún segir að atburðarrásin hafi verið hröð og að ökumaðurinn hafi lítið getað gert til að afstýra slysi. Þá segir lögregla að það sé mesta furða hve bifreiðin skemmdist lítið.

Það er ekki óalgengt að hreindýrahópur hlaupi þvert yfir vegi á þessu svæði að sögn lögreglu.

Nú er beðið eftir því að dýrin verði sótt til urðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert