Þriðju og síðustu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk ekki á Alþingi fyrr en klukkan rúmlega 3 í nótt. Greidd verða atkvæði um frumvarpið í dag. Í dag er einnig á dagskrá þingsins umræða um frumvarp um breytingar á þingsköpum, sem afgreitt var úr allsherjarnefnd þingsins í gærkvöldi í óþökk VG.
Þingfundur hefst samkvæmt dagskrá klukkan 10:30. Samkvæmt starfsáætlun er þetta síðasti starfsdagur þingsins á þessu ári. Gert er ráð fyrir að þingfundir hefjist að nýju 15. janúar.