Skýrslur um hugsanlega olíuhreinsistöð kynntar

Anna G. Edvardsdóttir og Aðalsteinn Óskarsson á blaðamannafundinum í dag.
Anna G. Edvardsdóttir og Aðalsteinn Óskarsson á blaðamannafundinum í dag. mynd/bb.is

Skýrsla um staðar­val fyr­ir olíu­hreins­istöð á Vest­fjörðum var kynnt  á Ísaf­irði í dag og einnig var þar kynnt skýrsla þar sem skoðaðir eru vald­ir sam­fé­lagsþætt­ir á Vest­fjörðum.  Fjórðungs­sam­band Vest­f­irðinga lét vinna þess­ar skýrsl­ur og sam­kvæmt þeim er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að olíu­hreins­istöð geti risið á Vest­fjörðum.

Anna G. Ed­vards­dótt­ir, formaður Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga, og Aðal­steinn Óskars­son, fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins, kynntu skýrsl­una. Fram kom að sér­tæk­ar skýrsl­ur um nátt­úruf­ar við Hvestu í Arnar­f­irði og á Sönd­um í Dýraf­irði verða ekki gerðar op­in­ber­ar að svo stöddu.

Aðspurð um ástæðu þess sagði Anna að Fjórðungs­sam­bandið og Íslensk­ur há­tækniiðnaður, sem hef­ur lýst áhuga á bygg­ingu olíu­hreins­istöðvar, hafi gert með sér sam­komu­lag um að binda þess­ar skýrsl­ur trúnaði meðan á und­ir­bún­ingi stend­ur vegna þess að efni þeirra nýt­ist við um­hverf­is­mat og fyr­ir­tækið hafi viljað vera í for­gangi. Ef Íslensk­ur há­tækniiðnaður hætt­ir við áform sín verða skýrsl­urn­ar gerðar op­in­ber­ar.

Fram kom að Fjórðungs­sam­bandið hafi lagt 8,5 millj­ón­ir und­ir­bún­ing að olíu­hreins­istöð. Fram­lag Íslensks há­tækniiðnaðar er viðskipta­hug­mynd­in.

Ekki er tek­in afstaða til mis­mun­andi staða í skýrsl­un­um. Anna sagði að ætl­un­in með skýrslu­gerðinni hafi ekki verið að gera upp á milli staða held­ur hafi átt að kanna hvort eitt­hvað stæði í vegi fyr­ir starf­semi olíu­hreins­istöðvar á þess­um stöðum. Í byrj­un næsta árs er ráðgert að halda málþing þar sem skýrslu­höf­und­ar kynna skýrsl­urn­ar. Anna sagði að bolt­inn sé nú hjá fjár­fest­um og for­svars­mönn­um Vest­ur­byggðar og Ísa­fjarðarbæj­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert