Sveik út skyndibita fyrir 126 þúsund

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja út skyndibita í 28 skipti fyrir samtals 126 þúsund krónur með því að panta matinn á netinu og gefa upp rangt nafn.

Maðurinn sveik skyndibitana út á tímabilinu frá 21. apríl til 2. júní á síðasta ári. Hann pantaði matinn á netsíðunni JustEat, sem rekur heimsendingarþjónustu fyrir skyndibita, og gaf upp nafnið Auðunn Blöndal en lét skuldfæra greiðslur heimildar­laust á greiðslukorta­reikning annars einstaklings.

Maðurinn, sem er 33 ára, játaði brot sitt. Hann hefur ekki áður komist í kast við lögin. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrirtækinu bætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert