Þingskapalög endurskoðuð eftir 3 ár

Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi.
Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi. mbl.is/Ómar

Gert er ráð fyrir því í breytingartillögum meirihluta allsherjarnefndar Alþingis við frumvarp um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, að lögin verði  endurskoðuð innan þriggja ára með hliðsjón af því hvernig hefur tekist til.

Frumvarpið var í kvöld afgreitt úr allsherjarnefnd í andstöðu við Vinstri græna en aðrir þingflokkar standa að frumvarpinu, sem væntanlega verður afgreitt sem lög á morgun.

Meirihluti nefndarinnar leggur til nokkrar breytingar á ákvæðum um ræðutíma þingmanna og ráðherra. Er m.a. lagt til að ræðutími um fjárlagafrumvarpið verði tvöfaldur frá því sem venjulega gildir samkvæmt ákvæðum frumvarpsins.

Í álitinu segir nefndarmeirihlutinn að þetta frumvarp sé áfangi á þeirri leið að móta ný vinnubrögð þingsins þannig að þau verði í meira samræmi við tíðaranda og tæknibreytingar síðustu ára og með frumvarpinu sé  stefnt að því að efla þingið og bæta starfsumhverfi þess. Rétt sé að áfram verði hugað að endurskoðun á öðrum atriðum, svo sem starfi og starfsaðstöðu nefnda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert