Umbun frekar en refsing

„Ég sé enga ástæðu til að verðlauna ofbeldisglæpamenn sérstaklega með því að vista þá í opnu fangelsi," segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnars Birgissonar sem Atli Helgason myrti árið 2000. Atli afplánar nú dóm sinn á Kvíabryggju. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi.

„Það kemur mér mjög á óvart að hann sé kominn þangað í afplánun. Mér skilst að fangelsið þarna sé orðið eins og þriggja stjörnu hótel og myndi kannski frekar hæfa undir menn sem hafa gerst sekir um svokallaða hvítflibbaglæpi," segir Birgir Örn. „Við erum að tala um að morðingjar og nauðgarar fái að afplána þarna, en þessir menn eru sekir um verstu glæpi sem hægt er að fremja gagnvart öðrum manneskjum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert