Álag hefur minnkað

Þetta fótboltamark er meðal þess sem hefur fokið í óveðrinu.
Þetta fótboltamark er meðal þess sem hefur fokið í óveðrinu. mbl.is/Brynjar Gauti

Álag í Sam­hæf­ing­armiðstöðinni í Skóg­ar­hlíð hef­ur minnkað aðeins sl. klukku­stund en nú hafa á ní­unda tug beiðna um aðstoð borist. Vel geng­ur að sinna þeim en um 130 björg­un­ar­sveit­ar­menn eru við störf ásamt lög­reglu og slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Þessa stund­ina er mest um hvers kyns fok auk þess sem vatn er farið að safn­ast í kring­um niður­föll.
 
Til­kynn­ing frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.
Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hvet­ur fólk til að vera ekki á ferli að nauðsynja­lausu. Þegar hafa for­eldr­ar grunn­skóla­barna verið beðnir um að halda börn­um sín­um heima. Enn­frem­ur er því beint til skóla­stjórn­enda að senda börn sem kom­in eru í skól­ana ekki heim nema í ör­uggri fylgd for­eldra eða for­ráðamanna.
 
Til­kynn­ing frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um

Í sam­ráði við skóla­mála­yf­ir­völd í Reykja­nes­bæ eru for­eldr­ar í Reykja­nes­bæ hvatt­ir til að sækja börn­in sín í skól­ann við fyrsta tæki­færi.  For­eldr­ar verða að koma inn í skól­ann og sækja barnið.  Skól­arn­ir munu sjá til þess að ekk­ert barn fari án full­orðins út í óveðrið.  Sama á við Grinda­vík­ur­skóla og Stóru-Voga­skóla í Vog­um.  Í Gerðaskóla í Garði er nokk­ur fjöldi barna í skól­an­um og hafa skóla­yf­ir­völd þar rætt við for­eldra barn­anna um að sækja þau.

Öllu skóla­haldi var af­lýst í Sand­gerðis­skóla í morg­un og eru öll börn­in sem voru kom­in í skól­ann kom­in til síns heima.
 
Ekk­ert ferðaverður er á Reykja­nes­braut 
 
Öllu skóla­haldi var af­lýst í Sand­gerðis­skóla í morg­un og eru öll börn­in sem voru kom­in í skól­ann kom­in til síns heima.
 
Aðrar staðbundn­ar til­kynn­ing­ar frá lög­reglu.
Vonsku­veður er und­ir Eyja­fjöll­um og lög­regl­an á Hvols­velli hvet­ur fólk til að vera þar ekki á ferðinni að nauðsynja­lausu.   Við Steina und­ir Eyja­fjöll­um eru veðurhæð 30 metr­ar í hviðum sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.   
 
Lög­regl­an á Akra­nesi vill ít­reka að fólk hugi að laus­um mun­um og vera ekki á ferli að nauðsynja­lausu.   
 
Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni er ennþá mjög hvasst und­ir Hafn­ar­fjalli og þar er ekk­ert ferðaveður.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert