Alþingi farið í jólaleyfi

Haustþingi Alþingis lauk nú laust eftir klukkan 18.
Haustþingi Alþingis lauk nú laust eftir klukkan 18. mbl.is/Ómar

Fundum Alþingis var frestað nú undir kvöld en þingfundir hefjast að nýju um miðjan janúar. Á annan tug laga var afgreiddur í dag, þar á meðal umdeild lög um breytingu á þingsköpum Alþingis. Sagðist Sturla Böðvarsson þingforseti vonast til að þær breytingar verði þinginu og störfum þess til heilla.

Meðal laganna, sem afgreidd voru í dag eru lög um stjórn fiskveiða en samkvæmt þeim er fellt  tímabundið niður veiðigjald á aflaheimildir í þorski vegna niðurskurðar á aflaheimildum á yfirstandandi fiskveiðiári. Einnig er lækkað tímabundið veiðigjald sem útgerðir greiða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert