Beðnir að huga að bátum

Niðurföll hafa ekki haft við úrkomunni í dag.
Niðurföll hafa ekki haft við úrkomunni í dag. mbl.is/Golli

Báta­eig­end­ur í Grinda­vík eru beðnir að huga að bát­um í höfn­inni.  Þar er nú bál­hvasst og mik­il öldu­hæð. Ekk­ert lát hef­ur orðið á beiðnum um aðstoð vegna óveðurs­ins í dag og í sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra eru um 30 beiðnir skráðar á hverj­um klukku­tíma.    

Mikið hvassviðri hef­ur verið á Vest­ur­landi frá því í  morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu fóru veður­skil  yfir Vest­ur­landið um há­deg­is­bil og  lægði aðeins  í kjöl­farið.  Síðan hef­ur bætt aft­ur í vind­inn og núna er ástandið verst í Grinda­vík og ná­grenni.   Einnig er mjög hvasst á norðan­verðu Snæ­fellsnesi og öll­um fjall­veg­um á Vest­fjörðum.   Úrkoma hef­ur minnkað á Vest­ur­landi en vaxið að sama skapi á Aust­ur­landi.

Ekk­ert lát er á beiðnum um aðstoð vegna óveðurs­ins og í Sam­hæf­ing­ar­stöð eru um 30 beiðnir skráðar á hverj­um klukku­tíma.   

Alls hafa borist  292 beiðnir um aðstoð frá því þessi  hrina hófst, þar af eru 195 beiðnir á höfuðborg­ar­svæðinu.   Mikið álag hef­ur verið á öll­um viðbragðsaðilum og hafa björg­un­ar­sveit­ar­menn verið að störf­um síðan kl. 3.00 síðastliðna nótt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert