Flugi aflýst

Horft yfir Keflavíkurflugvöll.
Horft yfir Keflavíkurflugvöll. mbl.is/ÞÖK

Mjög hvasst er á Kefla­vík­ur­flug­velli og hef­ur öllu morg­un­flugi verið af­lýst. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá flug­stjórn á Kefla­vík­ur­flug­velli er mæl­ist vind­hraðinn vera um 33 metr­ar á sek­úndu í hviðum. 

Ice­land Express stefn­ir að því að leggja af stað frá Kefla­vík­ur­flug­velli kl. 12. Það mun hins­veg­ar skýr­ast síðar í dag. Vél­um Icelanda­ir mun einnig seinka í dag vegna veðurs. Flug­f­arþegar eru hvatt­ir til þess að fylgj­ast með flugupp­lýs­ing­um á vefsíðum flug­fé­lag­anna, á texta­varp­inu og á mbl.is.

Vind­ur­inn stend­ur illa á braut­irn­ar í hvassri suðaustanátt þannig að erfiðara er að taka af stað og lenda á vell­in­um held­ur en þegar vind­ur­inn stend­ur beint á braut­irn­ar.

Upp­lýs­ing­ar um milli­landa­flug.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert