Óveðurstilkynningar farnar að berast

Tré hafa rifnað upp með rótum í óveðrum síðustu daga.
Tré hafa rifnað upp með rótum í óveðrum síðustu daga. mbl.is/Golli

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru tilkynningar vegna óveðursins farnar að berast. Hún segir að vélsleðakerra hafi verið að færast til í Breiðholti, strætóskýli hafi splundrast á Suðurgötu, auglýsingaskilti hafi farið að halla í Hafnarfirði og þakkantur hafi gefið sig, einnig í Breiðholti.

Að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar barst fyrsta útkallið sex í morgun og hafa  björgunarsveitarmenn sinnt þremur útköllum í morgun.

Bent er á að nú sé versta veðrið að fara skella á höfuðborgarsvæðinu og verða björgunarsveitir í viðbragðsstöðu á meðan það gengur yfir eða eins lengi og þörf krefur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert