Óveðursútköllum fjölgar

Tré hafa rifnað upp með rótum í óveðrum síðustu daga.
Tré hafa rifnað upp með rótum í óveðrum síðustu daga. mbl.is/Golli

Óveðrið á höfuðborg­ar­svæðinu fær­ist enn í auk­ana og hjálp­ar­beiðnum til björg­un­ar­sveita Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar fjölg­ar stöðugt.

Hóp­ar björg­un­ar­sveita­manna er nú að sinna þeim 35-40 verk­efn­um sem þegar hafa borist, m.a. fauk jóla­tré á stofu­glugga í Kópa­vogi og braut hann þannig að gler­brot dreifðust um stof­una, heit­ur pott­ur fauk út á götu í Reykja­vík, strætó­skýli losnaði og girðing­ar og skilti fjúka.

Sam­hæf­ing­ar­stöðin í Skóg­ar­hlíð var virkjuð um klukk­an þrjú í nótt vegna slæmr­ar veður­spár. Jafn­framt voru kallaðir út hóp­ar björg­un­ar­sveita­manna til að standa vakt­ina ef út­köll færu að ber­ast.

Fyrsta út­kallið barst klukk­an 6 og hafa björg­un­ar­sveit­ar­menn sinnt þrem­ur út­köll­um í morg­un, m.a. fauk vélsleðakerra af stað í Reykja­vík og aug­lýs­inga­skilti í Hafnar­f­irði. Nú er versta veðrið að fara skella á höfuðborg­ar­svæðinu og verða björg­un­ar­sveit­ir í viðbragðsstöðu á meðan það geng­ur yfir eða eins lengi og þörf kref­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert