Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag Pál E. Winkel aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins.
Umsóknarfrestur rann út 10. desember sl. og voru umsækjendur auk Páls þau Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá fangelsismálastofnun, og Halldór Frímannsson, lögmaður á fjármálasviði Reykjavíkurborgar.
Valtýr Sigurðsson, sem nýlega var skipaður ríkissaksóknari, hefur verið forstjóri Fangelsismálastofnunar undanfarin ár.