Sigurjón til Mannlífs og Jón Reynir til DV

Sigurjón M. Egilsson
Sigurjón M. Egilsson

Sigurjón Magnús Egilsson hefur verið ráðinn ritstjóri tímaritsins Mannlífs frá og með áramótum. Hann lætur af störfum sem ritstjóri DV í dag. Þórarinn Þórarinsson, núverandi ritstjóri Mannlífs, verður ritstjóri dv.is.

Um áramót verða tímaritin Ísafold og Nýtt líf sameinuð undir nafni Nýs lífs. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir lætur af starfi ritstjóra Nýs lífs en við ritstjórn hins sameinaða tímarits taka Ásta Andrésdóttir, sem verið hefur aðstoðarritstjóri Nýs lífs og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem hefur verið ritstjórnarfulltrúi Ísafoldar, samkvæmt tilkynningu frá útgáfufélaginu Birtingi.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Ísafoldar, lætur af því starfi og hefur verið ráðinn ritstjóri DV við hlið Reynis Traustasonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert