Þrumur og eldingar vestanlands

Vart hefur orðið við þrumur og eldingar vestanlands síðdegis í dag, bæði í Keflavík og Reykjavík og víðar. Fylgir þetta haglélum sem gengið hafa yfir, en mest er eldingavirknin í miðju lægðarinnar sem valdið hefur óveðrinu á landinu í dag. Miðja lægðarinnar er nú vestur af landinu og tekin að grynnast og þokast í átt að Grænlandi.

Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þrumuveður fylgi stundum djúpum lægðum sem komi að landinu á veturna. Eldingar sem sést hafa í kvöld vestanlands hafi verið í haglélum sem gengið hafa yfir, en í slíkum élum sé loft mjög óstöðugt og þá megi búast við þrumum og eldingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert