Tugir einhleypra kvenna vilja tæknifrjóvgun

Fjöldi ein­hleypra kvenna sem hafa leitað eft­ir tækni­frjóvg­un hjá ART Medica á síðustu árum hleyp­ur á tug­um. Í lög­um um tækni­frjóvg­an­ir er kveðið á umað kona sem und­ir­gengst tækni­frjóvg­un skuli vera í hjú­skap, staðfestri­sam­vist eða hafi búið í óstaðfestri sam­vist í þrjú ár hið minnsta.

Heil­brigðisráðherra hef­ur skipað nefnd til að end­ur­skoða lög um tækni­frjóvg­an­ir og von­ast marg­ir til þess að ein­hleyp­um kon­um verði heim­ilað að gang­ast und­ir tækni­frjóvg­un þegar lög­un­um verður breytt.

„Mér finnst þetta hróp­andi órétt­læti, ekki síst í ljósi þess að sömu kon­ur mega lög­um sam­kvæmt ætt­leiða börn. Því ættu þær þá ekki að fá að verða ófrísk­ar sjálf­ar með aðstoð sem er í boði?" seg­ir Þórður Óskars­son, sér­fræðing­ur hjá ART Medica, en fyr­ir­tækið er það eina á Íslandi sem fram­kvæm­ir tækni­frjóvg­an­ir.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son heil­brigðisráðherra seg­ir að það sé skýr vilji af sinni hálfu að ein­hleyp­um kon­um verði leyft að gang­ast und­ir tækni­frjóvg­un. Vinna við breyt­ing­ar í þá átt sé þegar haf­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert