Varað við óveðri á Reykjanesbraut

Vegagerðin varar við óveðri á Reykjanesbraut, Sandskeiði og undir Hafnarfjalli.

Á Vesturlandi er víða hálkublettir, óveður er í Kolgrafarfirði og á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir.

Á Norðurlandi eru hálkublettir.

Á Austurlandi er hált.

Í nágrenni höfuðborgarinnar og á Reykjavíkursvæðinu má gera ráð fyrir 20-25 m/s og veðurhæðin jafnvel mest á milli kl. 13 og 15 í SSA-átt.Sandskeið/Hellisheiði/Þrengsli: Hávaðarok í mest allan dag.Undir Hafnarfjalli: 25-28 m/s og hviður 45-50 frá um kl. 07 til kl 14, en þá snýst í hagstæðari vindátt (gæti þó orðið fyrr)
Sama á við utanvert Kjalarnes eða Esjuhornið.
Fróðárheiði: Um og yfir 30 m/s þegar verst lætur nú fyrir hádegið.

Norðanvert Snæfellsnes (ca Búlandshöfði til Korgrafarfjarðar): Þar verður afar hvasst af S-átt nálægt hádegi og sviptivindar.

Á Vestfjörðum, Ströndum og vestantil á Norðurlandi verður SV-áttin sérlega
slæm síðar í dag.

Framkvæmdir
Vegagerðin minnirvegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar
er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega biðjum við fólk að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Vegfarendur
eru beðnir að virða hraðatakmarkanir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert