Veðrið setti allt úr skorðum

Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið hafa haft í nógu að snúast í morgun vegna veðursins, sem gengið hefur yfir Suður- og Vesturland. Flug hefur legið niðri og skólahaldi var aflýst á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Vatnsleki hefur valdið tjóni á byggingum en mikil úrkoma hefur fylgt veðurofsanum.

Meðal þess sem björgunarsveitarmenn hafa þurft að sinna er að jólatré fauk inn um stofuglugga í Kópavogi, heitur pottur fauk út á götu og  strætóskýli losnaði svo nokkuð sé nefnt.

Veðrið er líklega að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu en  veður fer nú versnandi á Vestfjörðum. Þá er öðrum hvelli spáð á sunnudag.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:

Bjargað úr snjóflóðum í Utah

Skiluðu ættleiddri dóttur

Harry Potter fyrir 240 milljónir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert