Vífill vekur athygli

Bush hringdi aldrei til baka.
Bush hringdi aldrei til baka. Reuters

Fréttin af íslenska unglingspiltinum sem gerði at í starfsmönnum Hvíta hússins er sú mest lesna á bresku vefútgáfu Reuters-fréttastofunnar þessa stundina. Óhætt er því að segja að símaatið hafi vakið athygli um allan heim.

Sem kunnugt er hringdi 16 ára gamall Skagapiltur, Vífill Atlason,  í leyninúmer í Hvíta húsinu. Hann þóttist vera Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og óskaði eftir að fá að ræða við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann sagðist hafa náð sambandi við ritara forsetans sem bókaði tíma.

Það varð hinsvegar aldrei af samtali milli þeirra Vífils og Bush. Þess í stað bankaði lögreglan upp á hjá honum að beiðni bandarískra yfirvalda og hann spurður hvernig hann komst yfir símanúmerið dularfulla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert