Vilja skýr fyrirmæli til foreldra

Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa í morgun fengið fjölda símtala frá foreldrum sem eru ósáttir við að þegar börnin eru á annað borð komin í skólann fái þeir skilaboð um að sækja börnin í skólann við fyrsta tækifæri. Af því tilefni vilja samtökin beina þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda í hverju sveitarfélagi að senda skýr skilaboð til foreldra um að þeir haldi börnunum sínum heima þegar von er á ofsaveðri eins og geisað hefur í dag, að því er segir í tilkynningu.

 „Slíkt fyrirkomulag er ákjósanlegra en að einstakir skólar séu að gefa út tilmæli þar um og börnin sjálf séu að hringja heim og biðja um að vera sótt og dæmi eru um að þau fari ein heim án vitundar foreldra. Lögreglan hefur mælst til þess að nemendur séu ekki sendir í skólann í dag og Almannavarnir gefið út viðvörun og er ástæða til þess að taka slíkar tilkynningar alvarlega og halda börnunum heima. Mikilvægt er hins vegar að skilaboðin séu skýr og afdráttarlaus," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert