Útlit er fyrir að minna verði úr óveðri á morgun en spáð hefur verið, þegar fjórða lægðin á skömmum tíma kemur að landinu. Veðurstofan spáir 13-18 m/s á morgun.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu að lægðin sem væntanleg er á morgun muni líklega fara vestar og lengra í burtu frá landinu en hinar fyrri hafi gert. "En enn er þó sólarhringur til stefnu og eitt og annað getur breyst," segir Einar.