Mál Erlu Óskar vekur athygli

Erla Ósk Arnardóttir.
Erla Ósk Arnardóttir. mbl.is/Golli

Mál Erlu Óskar Arnardóttur hefur vakið nokkra athygli erlendra fjölmiðla. Þannig hafa fréttastofurnar AP og AFP sent frá sér fréttir um málið sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum, þar á meðal blaðinu International Herald Tribune. Þá hafa norrænir fjölmiðlar einnig sagt frá málinu.

Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að í máli sem þessu geti ekki verið ástæða til að færa fólk í handjárn og hlekki. „Geri ríkisstjórn mistök tel ég eðlilegt að hún biðist á þeim afsökunar eins og aðrir gera," hefur AP eftir henni.

AP vísar í bloggsíðu þar sem frásögn Erlu Óskar, sem hún skrifaði á eigin síðu í vikunni, hefur verið þýdd á ensku.

http://eggmann.blog.is/blog/eggmann/

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert