Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti

„Mér­finnst mik­il­vægt að sem flest­ir hafi sam­band við vef­inn og mót­mæli þessu,“ sagði Mar­grét María Sig­urðardótt­ir, umboðsmaður barna. Hún var spurð hvað henni þætti um að á leikja­vefn­um Leikja­net.is hefðu birst aug­lýs­ing­ar með tengli á er­lenda heimasíðu sem sýndi mynd­ir af fá­klædd­um kon­um.

Mar­grét María sagði það reynslu sína frá því hún var hjá Jafn­rétt­is­stofu að það hefði mest áhrif að hafa sam­band við vef­ina. „Það er mik­il­vægt að all­ir séu vak­andi fyr­ir þessu og komi at­huga­semd­um á fram­færi við yf­ir­völd eins og lög­reglu.“

Umboðsmaður barna sagði og að sér þætti mik­il­vægt að for­eldr­ar og sam­fé­lagið væru vak­andi fyr­ir efni sem þessu og létu í ljósi að svona lagað væri ekki liðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert