Obama spurður um íslenska vetnissamfélagið

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama, sem sæk­ist eft­ir út­nefn­ingu sem for­seta­efni banda­ríska Demó­krata­flokks­ins, var á kosn­inga­fundi í In­dependence í Iowa um helg­ina spurður hvaða álit hann hefði á til­raun­um Íslend­inga til að koma á vetn­is­sam­fé­lagi.

„Vetni er einn þátt­ur hreinn­ar orku," svaraði Obama og bætti við að hann myndi auka fjár­veit­ing­ar til rann­sókna á öðrum orku­gjöf­um en olíu.

Þetta kem­ur fram á vef banda­ríska blaðsins Baltimore Sun. Obama var einnig spurður á fundi í Monticello í Iowa og ork­u­nýt­ingu í Nor­egi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er spurður um Nor­eg í kosn­inga­bar­átt­unni sagði Obama og sagði að Norðmen væru klók­ir því þeir notuðu hagnað af olíu­fram­leiðslu til að fjár­festa í bættri ork­u­nýt­ingu.

Obama og aðrir fram­bjóðend­ur hafa um helg­ina haldið fjölda fram­boðsfunda í Iowa en þar verða fyrstu for­kosn­ing­ar flokks­ins í byrj­un janú­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert