Obama spurður um íslenska vetnissamfélagið

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, var á kosningafundi í Independence í Iowa um helgina spurður hvaða álit hann hefði á tilraunum Íslendinga til að koma á vetnissamfélagi.

„Vetni er einn þáttur hreinnar orku," svaraði Obama og bætti við að hann myndi auka fjárveitingar til rannsókna á öðrum orkugjöfum en olíu.

Þetta kemur fram á vef bandaríska blaðsins Baltimore Sun. Obama var einnig spurður á fundi í Monticello í Iowa og orkunýtingu í Noregi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er spurður um Noreg í kosningabaráttunni sagði Obama og sagði að Norðmen væru klókir því þeir notuðu hagnað af olíuframleiðslu til að fjárfesta í bættri orkunýtingu.

Obama og aðrir frambjóðendur hafa um helgina haldið fjölda framboðsfunda í Iowa en þar verða fyrstu forkosningar flokksins í byrjun janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert