Ekkert athugavert við félag

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

„Við þetta er ná­kvæm­lega ekk­ert að at­huga," seg­ir Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra um stofn­un nýs dótt­ur­fé­lags Lands­virkj­un­ar, Lands­virkj­un Power. Fyr­ir­tæk­inu er m.a. ætlað að taka þátt í orku­tengd­um út­rás­ar­verk­efn­um.

„Nú er fyr­ir­tækið að koma þeim verk­efn­um fyr­ir í þessu nýja fyr­ir­tæki, Lands­virkj­un Power, jafn­framt því að fela því fyr­ir­tæki verk­efni á sviði fram­kvæmda hér inn­an­lands."

Spurður hvort stofn­un LP sam­ræm­ist stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins bend­ir Geir á að hún sé í takti við það sem fram komi í lands­fundarálykt­un flokks­ins og stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Hins veg­ar er ekki sama hvernig að þessu er staðið," seg­ir hann. Rang­lega hafi verið staðið að stofn­un Reykja­vík Energy In­vest sl. haust og það hafi sjálf­stæðis­menn gagn­rýnt.

„Ríkið á Lands­virkj­un. Það hef­ur ekki verið stemmn­ing fyr­ir þeirri hug­mynd sem ég hreyfði einu sinni, að selja hluta af Land­virkj­un, t.d. til líf­eyr­is­sjóða. Á meðan svo er, og það er stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins, verður þetta fyr­ir­tæki að at­hafna sig inn­an þess ramma sem fylg­ir því að vera rík­is­fyr­ir­tæki," sagði Geir m.a.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert