Helmingslíkur á gosi


Jarðskjálftavirkni við Upptyppinga, um 15 km frá Öskju, stendur enn og er framhald skjálftahrinu sem hófst í febrúar sl. Undanfarið hefur verið óvenjulíflegt við Upptyppinga og orðið þar mörg hundruð skjálftar á dag, allir mjög litlir.

Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá raunvísindadeild Háskóla Íslands, segir sérkennilegt hversu djúpt skjálftarnir hafi orðið, þ.e. í neðri hluta jarðskorpunnar og fyrir neðan það dýpi sem venjulega fylgir flekahreyfingum á Íslandi. Þær leiði oftast til jarðskjálfta í efstu 8-12 km jarðskorpunnar.

Skjálftarnir við Upptyppinga hófust hins vegar á 15-20 km og dýpra, sem gerir þá sérstaka. Það, ásamt fleiru, bendi til að um sé að ræða kvikuhreyfingar en ekki hefðbundna brotaskjálfta. „Við höfum aldrei fyrr séð á Íslandi virkni sem lýsir sér svona,“ segir Páll. „Við túlkum þetta sem afleiðingu kvikutilfærslu í neðri hluta jarðskorpunnar.“

Páll segir um helmingslíkur á að skjálftavirknin deyi út án þess að til eldoss komi. Ekki sé óvenjulegt að vart verði við kvikuhreyfingar sem síðan hætti. Ryðjist kvikan upp á yfirborðið yrði líklega um hraungos að ræða, sem hæfist með krafti en yrði svo jafnvel í hægagangi. Hugsanlegt er að þá yrði til dyngja væri gosið langvinnt, en einnig getur verið um að ræða stutt sprungugos.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka