Hnífsdalsvegur lokaður vegna aurskriða

Aurskriða féll á Hnífsdalsveg í kvöld.
Aurskriða féll á Hnífsdalsveg í kvöld. bb.is/Halldór Sveinbjörnsson

Vegurinn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals er lokaður vegna aurskriðu, sem féll á veginn og mun vera um 100 metra breið. Þá varar Vegagerðin við aurskriðum úr Óshlíð. Mjög hvasst hefur verið á Vestfjörðum í kvöld og mikil rigning. Um kl. 22 var meðalvindur víða yfir 20 metra á sekúndu á Vestfjörðum og hiti allt að 11 stigum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert